Íslenski boltinn

Selfoss slapp með skrekkinn í Mosfellsbæ - Fimm lið komin áfram í bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Nacho Heras skoraði þrennu fyrir Keflavík í kvöld.
Nacho Heras skoraði þrennu fyrir Keflavík í kvöld. mynd/keflavík

Selfoss, sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar, vann nauman sigur á 4. deildarliði Hvíta riddarans í Mosfellsbæ í kvöld í 2. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Fimm leikjum er nýlokið en framlenging stendur yfir í leik Völsungs og Þórs á Húsavík.

Selfoss vann Hvíta riddarann 1-0 með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Öllu minni spenna var í öðrum leikjum. Kórdrengir unnu 6-0 sigur gegn Hamri þar sem Jordan Damachoua og Arnleifur Hjörleifsson skoruðu tvö mörk hvor. Daníel Finns Matthíasson skoraði þrennu í 5-0 sigri Leiknis R. á Kára.

Varnarmaðurinn Nacho Heras skoraði einnig þrennu þegar Keflavík vann Björninn 5-0 suður með sjó. ÍR vann svo 4-1 sigur á Ými í Kópavogi.

Upplýsingar um markaskorara eru af urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×