„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum