Erlent

Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Preserentorgi í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu.
Frá Preserentorgi í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Getty/SOPA

Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. Ákvörðun stjórnvalda var kynnt á vefsvæði ríkisstjórnarinnar en Reuters greinir frá.

Þau lönd sem falla undir skilyrði yfirvalda í Slóveníu eru auk Íslands, Búlgaría, Eistland, Finnland, Grikkland, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Noregur, Slóvakía, Sviss, Tékkland og Þýskaland.

Ríkisborgarar landanna geta því ferðast til og frá Slóveníu án nokkurra vandkvæða en sett var í gildi tilskipun um fjórtán daga sóttkví fyrir ferðalanga frá Norður-Makedóníu eftir að fjöldi tilfella þar í landi jókst nokkuð síðustu daga.

Slóvenar hafa lýst yfir endalokum kórónuveirufaraldursins í landinu og hafa þegar opnað landamærin fyrir ríkisborgurum nágrannalandanna, Króatíu, Ungverjalandi og Austurríki.

Færri tilfelli hafa verið staðfest í Slóveníu en hér á landi en þau eru alls 1.485 töluvert fleiri hafa þó látið lífið í landinu eða 109. Útgöngubanni var komið á í landinu um miðjan mars en hefur því verið aflétt í skrefum frá 20. apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×