Segir ekkert koma í veg fyrir VAR á Íslandi annað en ákvörðunartökuna Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 19:30 Rikki G og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í VAR-herberginu þar sem leikur KR og Víkings R. var til skoðunar. MYND/STÖÐ 2 Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í meistarakeppni KSÍ í gærkvöld prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum. Milliríkjadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn þeirra sem vinna að gerð VAR-kerfis OZ og hann segir í raun aðallega vanta skýra ákvörðun íslensku knattspyrnuforystunnar svo að VAR verði tekið í notkun í íslenska boltanum. Rikki G heimsótti Vilhjálm í „VAR-herbergið“ í Sportpakkanum á Stöð 2: „Við sýndum fram á það í gær að við gátum verið með VAR-kerfi í gangi en engin samskipti við dómara eða áhrif á leikinn. Við vorum bara að vinna með myndbandsefnið. En það sem þarf að gera er að knattspyrnusambönd þurfa að sækja um að fá að innleiða VAR, og þá fer ferli í gang með FIFA og IFAB, og þá þarf að fara af stað þjálfun dómara því það er ekki bara hægt að ýta á play og byrja með VAR. En við sjáum að það er í raun ekkert sem stoppar annað en ákvörðunartakan,“ segir Vilhjálmur. Ekki notað á leikjum í sumar Aðspurður segir Vilhjálmur þó ekki inni í myndinni að VAR verði notað á einstaka leikjum hér á landi í sumar. „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt. Það verður alla vega ekki neinn leikur í sumar þar sem að VAR mun hjálpa dómaranum með því að leggja til leiðréttingu á ákvörðun, en vonandi getum við haldið áfram að prófa búnaðinn okkar og gera hann ennþá betri og tilbúnari fyrir Ísland og önnur lönd,“ segir Vilhjálmur. Nú þegar VAR hefur verið tekið í notkun í fjölda knattspyrnudeilda um allan heim stefnir OZ að því að skapa sér pláss á markaðnum með sinni lausn. „Við erum í samskiptum við ýmis sambönd og vonandi sjáum við okkar kerfi notað á sem flestum stöðum úti í heimi í framtíðinni,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Sportpakkinn - Prófuðu sig áfram með VAR á leik KR og Víkings
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fótbolti KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá. 26. mars 2020 19:00