Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:00 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn starfsmanna OZ. Hann er einnig einn besti dómari Pepsi Max-deildarinnar. vísir/bára Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn