Fótbolti

Dag­skráin í dag: Úr­slitin ráðast í Stór­meistara­mótinu og meistara­keppnin á Meistara­völlum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá Íslandsmeistarafögnuði KR á Meistaravöllum á síðasta ári.
Frá Íslandsmeistarafögnuði KR á Meistaravöllum á síðasta ári. vísir/daníel

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Það má þó finna beina útsendingu á Stöð 2 Sport í dag þegar Meistarakeppni KSÍ fer fram í Vesturbænum. Íslandsmeistarar KR mæta bikarmeisturum Víkings en leikurinn markað upphafið að fótboltasumrinu hjá strákunum. Útsending hefst klukkan 19.00 en leikurinn sjálfur 19.15. Einnig má finna gamla leiki úr enska og spænska boltanum til að mynda á Stöð 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport 2

Það hefur ekki verið spilað í enska boltanum í tæpa þrjá mánuði og þú getur rifjað upp gamla klassíska leiki í enska bikarnum frá klukkan níu til rúmlega fjögur á Stöð 2 Sport 2 í dag. Eftir það eru íslenskar knattspyrnu- og körfuboltaperlur.

Stöð 2 Sport 3

Það er ekki bara á Stöð 2 Sport 2 sem er hægt að finna gamla enska fótboltaleiki því einnig má finna þá á Stöð 2 Sport . Þar eru ýmist leikir úr enska deildarbikarnum og enska bikarnum, þeirri elstu og virtustu. Einnig má finna tvo leiki úr Pepsi Max-deild karla frá síðustu leiktíð.

Stöð 2 eSport

Það dregur til tíðinda á Stöð 2 eSport í dag. Það er komið að úrslitastund í CS:GO Stórmeistaramótinu en það eru Fylkir og FH sem mætast í úrslitaleiknum. Útsending hefst klukkan 17.00 og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í úrslitarimmunni.

Stöð 2 Golf

Útsending frá lokadegi Presidents Cup 2019, útsending frá Tour Championship á PGA mótaröðinni 2019 og gerð upp árin 2014 og 2015 er á meðal þess sem er sýnt á Stöð 2 Golf í dag.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.