Enski boltinn

1195 kórónupróf í ensku úr­vals­deildinni en ekkert já­kvætt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp og hans lærisveinar fá bráðum að spila fótbolta á nýjan leik.
Jürgen Klopp og hans lærisveinar fá bráðum að spila fótbolta á nýjan leik. Getty/Clive Brunskill

Ekkert próf sem var gert í leikmannahópum ensku úrvalsdeildarinnar vegna kórónuveirunnar var jákvætt. Tæplega 1200 próf voru gerð en ekkert þeirra reyndist jákvætt.

Þetta var í sjötta sinn sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn félaganna gangast undir skoðun vegna kórónuveirunnar og í undanförnum prufunum hafa nokkrir greinst.

Það greindist þó enginn í nýjustu prófununum. 1195 próf og ekkert jákvætt en prófin voru gerð í gær og fyrradag. Enski boltinn fer aftur af stað bak við luktar dyr á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.