Íslenski boltinn

Framherjar FH settu fimm í síðasta æfingaleiknum - Leiknir R. skellti Stjörnunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steven Lennon mætir sjóðheitur til leiks í Pepsi-Max deildina.
Steven Lennon mætir sjóðheitur til leiks í Pepsi-Max deildina. vísir/bára

Íslensk knattspyrnulið undirbúa sig nú á fullu fyrir Íslandsmótið sem hefst með formlegum hætti um helgina þar sem Mjólkurbikarinn og Meistarakeppni KSÍ er á dagskrá um helgina. Efstu deildir karla og kvenna hefjast um næstu helgi.

Tveimur æfingaleikjum lauk nú rétt í þessu. Á Kaplakrikavelli mættust úrvalsdeildarlið þar sem FH var með nýliða Fjölnis í heimsókn. 

Leiknum lauk með 5-3 sigri FH en Fjölnir komst í 2-0 áður en Steven Lennon svaraði með þrennu. Grétar Snær Gunnarsson, fyrrum leikmaður FH, jafnaði metin fyrir Fjölni í 3-3 en Morten Beck tryggði FH sigurinn með tveimur mörkum.

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur æft með FH að undanförnu en hann lék ekki með liðinu í dag.

Á Samsung vellinum í Garðabæ gerði Lengjudeildarlið Leiknis Reykjavíkur sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna að velli, 2-3. Leiknismenn komust í 0-3 með mörkum Vuk Óskars Dimitrjevic, Mána Austmann og Sævars Atla Magnússonar en Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Garðbæinga. 

Leiknismenn misnotuðu vítaspyrnu í leiknumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.