Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 19:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43
Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08