Ólafur William Hand sýknaður fyrir Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 16:06 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Vísir Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómnum að sönnunargildi þeirra gagna sem voru tali styðja vitnisburð brotaþola hafi verið veikara en talið var af Héraðsdómi Reykjavíkur. Því hafi ekki verið komin fram næg sönnun fyrir sekt Ólafs svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa. Ólafur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016. Honum var einnig gert að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómurinn var kveðinn upp í desember 2018. Ólafur var sakaður um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið þegar barnsmóðir hans kom að heimili Ólafs í fylgd með sambýlismanni sínum og fulltrúa lögreglu sem fylgdist með. Ætluðu þau til útlanda með barn þeirra Ólafs sem hafði krafðist upplýsinga um fyrirhugað ferðalag. Fór barnsmóðirin í óleyfi inn á heimili Ólafs til að ná í barnið. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa brotið barnaverndarlög þar sem barnið var talið hafa verið vitni að ofbeldinu en hann var sýknaður af því. Forsaga málsins er áralöng forræðisbarátta Ólafs við barnsmóður sína. Sagði hann sína hlið málsins í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2017 þar sem hann sakaði barnsmóður sína um tálmun. Var barnsmóðir Ólafs afar ósátt við viðtalið og kærði fréttastofu Stöðvar 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um brot á siðareglum að ræða. Þó hefði barnsmóðurinni verið sýnd lítilsvirðing því símtölum og tölvupóstum hennar hefði ekki verið svarað. Dómsmál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómnum að sönnunargildi þeirra gagna sem voru tali styðja vitnisburð brotaþola hafi verið veikara en talið var af Héraðsdómi Reykjavíkur. Því hafi ekki verið komin fram næg sönnun fyrir sekt Ólafs svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa. Ólafur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016. Honum var einnig gert að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómurinn var kveðinn upp í desember 2018. Ólafur var sakaður um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið þegar barnsmóðir hans kom að heimili Ólafs í fylgd með sambýlismanni sínum og fulltrúa lögreglu sem fylgdist með. Ætluðu þau til útlanda með barn þeirra Ólafs sem hafði krafðist upplýsinga um fyrirhugað ferðalag. Fór barnsmóðirin í óleyfi inn á heimili Ólafs til að ná í barnið. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa brotið barnaverndarlög þar sem barnið var talið hafa verið vitni að ofbeldinu en hann var sýknaður af því. Forsaga málsins er áralöng forræðisbarátta Ólafs við barnsmóður sína. Sagði hann sína hlið málsins í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2017 þar sem hann sakaði barnsmóður sína um tálmun. Var barnsmóðir Ólafs afar ósátt við viðtalið og kærði fréttastofu Stöðvar 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um brot á siðareglum að ræða. Þó hefði barnsmóðurinni verið sýnd lítilsvirðing því símtölum og tölvupóstum hennar hefði ekki verið svarað.
Dómsmál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira