Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 12:04 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18