Íslenski boltinn

Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Varamarkvörðurinn Sindri Snær Jensson er hér með bikarinn.
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Varamarkvörðurinn Sindri Snær Jensson er hér með bikarinn. Vísir/Daníel Þór

Þorkell Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Stöðvar tvö í Pepsi Max deildar karla, heldur að KR-ingar fari alla leið og verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson voru í upphitunarþættinum hjá Guðmundi Benediktssyni í gær þar sem farið var yfir lið ÍA, KA og KR.

Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína hreint út í lok umfjöllunar um KR hvort að KR myndi verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.

„Ég ætla að segja já. Ég held að menn séu alveg gíraðir í það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Ég ætla að trúa því að menn nái að taka fram hjartastuðtækið og kveikja þarna á eldri borgurum í liðinu,“ sagði Þorkell Máni, brosti og hélt svo strax áfram:

„Ég er bara að segja þetta því þetta pirrar þá svo ógeðslega mikið,“ sagði Þorkell Máni hlæjandi.

„Ég stend með mínum KR-ingum og spái þeim alls ekki titlinum,“ sagði Sigurvin Ólafsson og fékk skot frá Mána um leið.

Það má sjá spá þeirra fyrir KR hér fyrir neðan.

Klippa: Þorkell Máni og Sigurvin spá fyrir um gengi KR liðsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×