Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 19:13 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira