Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 19:13 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira