Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 19:13 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira