Enski boltinn

Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Manchester United á Old Trafford.
Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Manchester United á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL

Raheem Sterling var orðaður við Manchester United á dögunum en það er nær því að vera draumórar blaðamanna en eitthvað sem gæti orðið að veruleika á næstunni.

Frétt um áhuga Manchester United á Raheem Sterling birtist í breska blaðinu Independent fyrr í vikunni og þar var skrifað um að það væri líklegra að enski landsliðsmaðurinn endaði á Old Trafford ef að tveggja ára bann Manchester City frá Meistaradeildinni yrði staðfest.

Manchester City var í febrúar dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna brota á reglum UEFA um rekstur fótboltafélaga en City áfrýjaði og það á eftir að taka þá áfrýjun fyrir.

Raheem Sterling hefur spilað með Manchester City frá 2015 þegar hann kom þangað frá Liverpool eftir að hafa slegið í gegn í stjóratíð Brendan Rodgers á Anfield.

Það var mjög óvinsælt hjá stuðningsmönnum Liverpool að horfa upp á Raheem Sterling elta peningana til Manchester City og það yrði einnig mjög eldfimmt færi hann frá City til Manchester United.

Það er hins vegar lítil hætta á því ef marka má fréttir úr herbúðum Manchetser City.

Heimildarmenn Metro úr röðum City segja að stuðningsmenn Manchester City þyrfi ekki að hafa áhyggjur af því að sjá í búningi Manchester United í næstu framtíð. Manchester City ætlar ekki að selja leikmanninn og hvað þá til erkifjenda sinna hinum megin í borginni.

Sterling er með samning við Manchester City til ársins 2023 og viðræður um framlengingu eru í gangi. City er sagt vilja gera nýjan samning sem þýddi að Sterling fengi 350 þúsund pund á viku eða rúmar 59 milljónir króna.

Verðmiðinn á Raheem Sterling er líka kominn yfir tvö hundruð milljónir punda sem myndi gera það enn erfiðara fyrir Manchester United að kaupa kappann. Það eru því litlar sem engar líkur á því að Sterling spili fyrir Manchester United í næstu framtíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.