Köfnun banamein Floyd Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 21:31 Andlát George Floyd hefur leitt til mótmæla víða um heim. VísiR/Getty Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12