Enski boltinn

Manchester United framlengir lánssamning Ighalo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Odion Ighalo fagnar ásamt Luke Shaw og Scott McTominay.
Odion Ighalo fagnar ásamt Luke Shaw og Scott McTominay. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur staðfest að Odion Ighalo verði áfram hjá félaginu þangað til í janúar á næsta ári.

Sky Sports staðfesti þetta fyrir hádegi í dag en þetta hefur legið í loftinu síðustu daga.  Enska félagið hefur einnig gefið út yfirlýsingu þar sem þeir staðfesta að Ighalo verði áfram í herbúðum liðsins.

Þá er talið að nígeríski framherjinn muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Shanghai Shenhua til ársins 2024. Mun sá samningur gefa Ighalo 400 þúsund pund í vikulaun eða rúmlega 67 milljónir króna.

Þetta þýðir að Ighalo mun missa af nær öllu tímabilinu í kínversku ofurdeildinni sem fer af stað nú í júní. Eftir að í ljós kom að leikmaðurinn myndi eflaust missa töluvert úr leiktíðinni sökum þess að hann er enn í Englandi og ekki víst að hann fengi landvistarleyfi í Kína strax sökum kórónufaraldursins ákvað Shanghai að framlengja lánsamning hans með því skilyrði að hann framlengi samning sinn við félagið.

Ighalo á enn eftir að skora fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en hann er einkar vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, sérstaklega hér á landi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.