Erlent

Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki

Andri Eysteinsson skrifar
Frá mótmælunum í Brasilíu.
Frá mótmælunum í Brasilíu. Getty/Andressa Anholete

Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro.

Hæstiréttur Brasilíu hefur hafið rannsókn á afskiptum forsetans af lögreglumálum og á ófrægingarherferðum stuðningsmanna Bolsonaro á samfélagsmiðlum. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðist hart við ásökununum og var fjölmennt fyrir utan húsnæði Hæstaréttar.

Reuters greinir frá því að Bolsonaro hafi flogið til brasilísku höfuðborgarinnar Brasilíu á herþyrlu, gengið til móts við mótmælendur og tekið í hendurnar á stuðningsmönnum sínum. Bolsonaro var ekki grímuklæddur þrátt fyrir að grímuskylda ríki í borginni vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Því næst fór Bolsonaro á bak lögregluhests og brokkaði framhjá skaranum.

Forsetinn og ríkisstjórn hans hefur hafnað öllum ásökunum réttarins og segir að ef af rannsóknunum verði gæti komið til stjórnmálalegs neyðarástands í ríkinu.

Reuters greinir frá því að Celso de Melo ,einn hæstaréttardómaranna sem rannsakar mál Bolsonaro eftir að fyrrverandi dómsmálaráðherra ásakaði hann um að hafa haft afskipti af löggæslu til eigin hagsbót, hafi líkt hættunni sem stafar af Bolsonaro í brasilíu við Weimar lýðveldi Þýskalands þegar Hitler komst til valda.

Bolsonaro segir andstæðinga sýna traðka á stjórnarskrá Brasilíu til þess að koma höggi á sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.