Blaðamaður meðal hinna látnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 16:37 Minnst tveir létust og sjö særðust í rútusprengju í Kabúl í dag. Allir voru þeir starfsmenn ríkissjónvarpsstöðvarinnar Khurshid, utan bílstjórans. EPA/JAWAD JALALI Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda. Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.
Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28