160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 13:33 Ríkisendurskoðun gerir margar athugasemdir við hvernig hlutabótaúrræðið hefur verið nýtt. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi. Vísir 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira