Enski boltinn

„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“

Sindri Sverrisson skrifar
Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga.
Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga. VÍSIR/GETTY

Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn.

Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“.

„Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál.

Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum.


Tengdar fréttir

Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.