Enski boltinn

Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Sindri Sverrisson skrifar
Liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa síðustu daga mátt æfa saman í fimm manna hópum og ýmislegt er gert til að draga úr smithættu.
Liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa síðustu daga mátt æfa saman í fimm manna hópum og ýmislegt er gert til að draga úr smithættu. VÍSIR/GETTY

Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær.

Ekki er tekið fram hvort að um leikmenn eða annað starfsfólk var að ræða, eða hvort að um var að ræða einhverja af þeim sem settir voru í sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með smit í fyrstu umferð prófana.

Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að æfingar mættu nú fara fram með eðlilegum hætti, það er að segja með snertingum og án fjöldatakmarkana. Fjórða umferð smitprófa verður á morgun og á föstudag, og þá verður hægt að prófa allt að 60 manns hjá hverju félagi.

Í fyrstu umferð prófana greindust sex af 748 með smit, og dagana 19.-22. maí voru gerð 996 próf og greindust þá tvö smit.

Ekki hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan í mars en stjórnvöld í Englandi hafa gefið leyfi fyrir keppnisíþróttum frá og með 1. júní.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.