Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 16:50 Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Kaíró rýnir í röntgenmynd af lungum. Kórónuveirufaraldurinn er ekki í rénun í Egyptalandi og læknar varar við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Vísir/EPA Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín. Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín.
Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira