Enn súr og svekktur út í Benitez fimmtán árum eftir „kraftaverkið í Istanbul“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 14:30 Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, með bikarinn eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni 2005 en Stephen Warnock var hvergi sjáanlegur í fögnuðinum eftir leik. Getty/Rebecca Naden Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Í gær voru liðin fimmtán ár síðan að Liverpool lenti 3-0 undir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en tókst að jafna í 3-3 og tryggja sér síðan Evrópumeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni. Flestir leikmenn Liverpool frá þessum tíma hugsa eflaust til baka til þessa kvölds með sælusvip en það einn leikmaður liðsins frá 2004-05 tímabilinu sem enn súr og svekktur út í knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Sá leikmaður heitir Stephen Warnock og átti að vera með í hópnum áður en Rafael Benitez henti honum út á síðustu stundu. Warnock er nú 38 ára gamall, yfirgaf Liverpool 2007 og hætti að spila fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 30 leiki með Liverpool 2004-05 þar af fjóra í Evrópukeppninni. Úrslitaleikurinn í Istanbul var hins vegar ekki einn af þeim. Stephen Warnock says he still hurts after being controversially left out of Liverpool s 2005 Champions League final squad. https://t.co/ACSaRQN7kf— TEAMtalk (@TEAMtalk) May 25, 2020 Stephen Warnock var upphaflega í leikmannahópnum en Benitez henti honum síðan út fyrir Josemi skömmu fyrir leik. „Þegar ég heyri fólk lýsa þessu sem einu af bestu kvöldunum í sögu Liverpool þá sárnar mér enn. Það er ennþá erfitt að sætta sig við þetta og það er sjokkerandi hvernig var tekið á þessu,“ sagði Stephen Warnock. „Ég var í upphaflega hópnum þegar hann var tilkynntur á æfingasvæðinu nokkrum dögum fyrir leikinn. Ég var himinlifandi með það. Síðan nokkrum klukkutímum síðar þá fékk ég símtal frá aðstoðarmanni Rafa Benitez, Pako Ayesteran, sem sagði að þeir hefðu gert mistök. Josemi kom í staðinn fyrir mig,“ sagði Stephen Warnock. NEW: Stephen Warnock explains Rafa Benitez s error before 2005 CL final.https://t.co/T7c1LyxodO— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 26, 2020 „Þetta var súrt en ekki síst þar sem Rafa hafði ekki mann í sér til að hringja í mig sjálfur. Hann talaði aðeins við mig á vellinum eftir leik en ég var í engu skapi til þess enda sauð enn á mér,“ sagði Warnock. „Ég var sjóðandi allan leikinn. Ekki misskilja mig, þetta var aldrei þannig að ég óskaði þess að þeir töpuðu. Liverpool var minn klúbbur og þetta voru liðsfélagarnir mínir. Það er aftur á móti sárt þegar þú færð ekki að vera með og ég var að hugsa um það allan leikinn. Ég nánast tók ekki eftir því sem var að gerast inn á vellinum,“ sagði Warnock. „Ef þið horfið á fögnuðinn eftir leikinn, þá er fullt af fólki á myndunum en ég sést hvergi. Ég gat bara ekki verið þarna,“ sagði Stephen Warnock.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira