Fótbolti

Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði markaskor sitt á fyrsta árinu með Heimi Guðjóns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian Justinussen á auglýsingu fyrir Evrópuleik HB á fésbókarsíðu félagsins í fyrra.
Adrian Justinussen á auglýsingu fyrir Evrópuleik HB á fésbókarsíðu félagsins í fyrra. Mynd/Fésbókin

Adrian Justinussen var ein af stjörnum helgarinnar eftir frammistöðu hans með HB Tórshavn í færeysku fótboltadeildinni.

Adrian Justinussen, eða Aukaspyrnu-Adrian eins og hann er nú kallaður af mörgum, skorað fernu og lagði upp eitt að auki í 5-0 sigri HB Tórshavn í Effodeildinni í gær.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa sýnt frammistöðu hans talsverðan áhuga enda hefur Adrian Justinussen verið orðaður við Val í Pepsi Max deildinni.

Heimir Guðjónsson, þjálfar einmitt Val, en hann þekkir Adrian Justinussen mjög vel frá tíma sínum hjá HB en Heimir þjálfari Þórshafnarliðið 2018 og 2019.

Aukaspyrnu-Adrian tuttugufaldaði nefnilega markaskor sitt í fyrsta árinu sem leikmaður undir stjórn Heimis Guðjónssonar.

Á síðustu þremur tímabilum fyrir komu Heimis þá hafði Adrian Justinussen aðeins skorað 1 mark á hverju tímabili þar af eitt mark í 24 leikjum á leiktíðinni fyrir komu Heimis til HB.

Á fyrsta tímabilinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar þá skoraði Adrian Justinussen aftur á móti 20 mörk í 26 leikum. Á öðru tímabilinu var hann með 16 mörk í 26 leikjum.

Adrian Justinussen hefur skoraði í fyrstu þremur leikjum sínum með HB Tórshavn í Effodeildinni á þessu tímabili en fjögur af þessum sex mörkum litu dagsins ljós í gær.

Þrjú fyrstu mörkin skoraði Adrian með skotum beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnurnar voru líka allar ólíkar, ein vinstra megin, ein hægra megin og ein lengst út á velli. Fjórða markið skoraði hann síðan með frábæru skoti úr vítateignum.

Markaskor Adrian Justinussen í Effodeildinni:

  • 2014 - Með HB Tórshavn 1 leikur, 0 mörk
  • 2015 - Með HB Tórshavn 16 leikir, 1 mark
  • 2016 - Með HB Tórshavn 17 leikir, 1 mark
  • 2017 - Með HB Tórshavn 24 leikir, 1 mark
  • - Heimir Guðjónsson mætir á svæðið -
  • 2018 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 20 mörk
  • 2019 - Með HB Tórshavn 26 leikir, 16 mörk
  • 2020 - Með HB Tórshavn 3 leikir, 6 mörk


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.