Fótbolti

Liverpool hetja valdi fimm úr enska boltanum í besta lið heims en ekki Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Barnes vann nokkra titla með Liverpool og hefur starfað sem spekingur síðan.
John Barnes vann nokkra titla með Liverpool og hefur starfað sem spekingur síðan. vísir/Getty

John Barnes, sem varð í tvígang enskur meistari með Liverpool og vann bikarinn í tvígang, var beðinn um að velja besta lið heims hjá Bonus Code Bets en það sem kom á óvart var að Cristiano Ronaldo komst ekki í liðið.

Fjórir leikmenn Liverpool eru í liðinu og þeir Sadio Mane, Lionel Messi og Robert Lewandowski eru í fremstu víglínunni. Því er ekkert pláss fyrir hinn magnaða Portúgala.

„Cristiano Ronaldo er áhrifamikill leikmaður en hann hefur ekki þann kraft sem hann hafði áður,“ sagði Barnes er hann útskýrði valið á liðinu. „Minn uppáhaldsleikmaður allra tíma verður að vera þarna, Messi. Það segir sig sjálft.“

„Ég valdi Lewandowski því ef þú ert að spila leik sem er jafn og boltinn fer inn í teiginn, þá viltu hafa framherja eins og Harry Kane eða Lewandowski. Lewandowski er fyrir mér besta nía í heimi. Þegar þú talar um Ian Rush gæði, þá er hann af þeim gæðum.“

Mane er ekki eini leikmaður Liverpool í liðinu því þeir eru alls fjórir. Alisson er í markinu og Trent Alexander Arnold og Virgil van Dijk eru í vörninni ásamt Sergio Ramos og Alphonso Davies frá Bayern Munchen.

„Því miður fyrir Liverpool stuðningsmenn þá er ég með Sergio Ramos við hlið Van Dijk og það er leikmaður sem þeir hrífast ekki af en síðustu tíu ár hefur hann verið stöðugasti miðvörðurinn. Þetta er varnarmaður sem veit hvernig á að verjast.“

Á miðjunni eru svo þeir Frenkie de Jong, N’Golo Kante og Kevin De Bruyne.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.