Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 12:12 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira