Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 23:00 Pep Guardiola og Lionel Messi þegar sá fyrrnefndi þjálfaði Barcelona liðið. Getty/ Laurence Griffiths Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira