Fótbolti

Tveir úr Hull með veiruna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimavöllur Hull City
Heimavöllur Hull City Vísir/Getty

Af þeim 1014 sýnum sem tekin voru hjá enskum B-deildarliðum reyndust tvö þeirra jákvæð og komu þau bæði úr röðum Hull City.

24 félög leika í ensku B-deildinni og voru leikmann og starfsfólk félaganna send í skimun rétt eins og gert var í ensku úrvalsdeildinni en vonast er til að deildin geti hafist í júnímánuði.

Hull sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að einstaklingarnir tveir séu einkennalausir og líði vel. Þurfa þeir engu að síður að vera í einangrun næstu vikuna.

Hull er í harðri fallbaráttu í ensku B-deildinni og er eitt af fáum félögum deildarinnar sem hefur talað fyrir því að tímabilinu verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.