Innlent

Mósaíkin fær að njóta sín við Tryggvagötu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tryggvagatan eins og hún á að verða.
Tryggvagatan eins og hún á að verða. Mynd/ONNO ehf.

Reykjavíkurborg og Veitur ætla að leggja áherslu á gagnlegt upplýsingaflæði og gott aðgengi við framkvæmdir á Tryggvagötu sem halda áfram í sumar, eftir mikla gagnrýni á það hvernig staðið var að framkvæmdum við Hverfisgötu síðasta sumar.

Á vef Reykjavíkurborgar er nýtt útlit Tryggvagötu frá Pósthússtræti að Grófinni kynnt en borgarráð veitti í gær heimild til útboðs vegna framkvæmda. Heildarkostnaður er metinn 450 milljónir og eiga framkvæmdir að hefjast í sumar.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er lögð áhersla á að gera almenningsrými og þannig mun mósaíkverk Gerðar Helgadóttur ekki lengur verða skyggt kyrrstæðum bílum, heldur lýst upp og sýnilegt öllum.

Undir listaverkinu verður torg sem henta á vel sem dvalarsvæði fyrir vegfarendur. Á svæðinu verða einnig litlir þokuúðarar sem bjóða upp á leik og eiga að veita svæðinu ákveðna dulúð, að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Mósaíkverk Gerðar Helgadóttur verður í forgrunni.Mynd/Onno ehf.

Þá er búið að opna sérstaka framkvæmdasíðu vegna framkvæmdanna en Reykjavíkurborg og Veitur vinna eftir nýjum verkferlum vegna framkvændanna sem settir voru eftir að framkvæmdahraði við endurbætur á Hverfisgötu var harðlega gagnrýndur af hagsmunaaðilum við götuna.

„Hringt hefur verið í hagsmunaaðila, blaði dreift í hús og tölvupóstur verður sendur á fjarumhverfið. Þá hefur síða verið stofnuð og netfang. Ítarlegri upplýsingabæklingur er í vinnslu og verkefnið verður birt í framkvæmdasjá,“ segir á vef borgarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.