Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 15:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira