Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 20:30 Slökkviliðsmenn í Borgarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ stóðu í ströngu í margar klukkustundir þegar eldur kom upp í gróðri í Norðurárdal í vikunni. Vísir/Jóhann K. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur. Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur.
Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11