Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 10:35 Þórir Garðarsson segir mikinn óvissutíma ríkja í ferðaþjónustunni. Vísir/Vilhelm Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00
Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02