Erlent

Tom Hanks og Rita Wil­son greinast með veiruna

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.
Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. Getty/Amy Sussman

Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson hafa bæði greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Hanks greinir frá því á Instagram að þau hafi leitað til lækna eftir að hafa fundið fyrir flenslueinkennum í Queensland í Ástralíu. Munu þau verja næstu dögunum í sóttkví.

Hanks og Wilson, sem bæði eru 63 ára, hafa verið í Ástralíu að undanförnu þar sem hann er við tökur á kvikmynd um söngvarann Elvis Presley.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunun skilgreindi í gær kórónuveirufaraldurinn sem heimsfaraldur.

„Við fundum fyrir þreytu, eins og við væru kvefuð, og svo einhverja verki. Rita var með kuldahroll sem kom og fór. Lítilvægan hita líka,“ segir Hanks í færslunni.

Segir hann að til að gera hlutina rétt, líkt og þörf er á í heiminum um þessar mundir, þá voru tekin sýni vegna mögulegs kórónuveirusmits og hafi niðurstaðan verið jákvæð.

Fram kemur í áströlskum fjölmiðlum að framleiðslu myndarinnar, sem er í leikstjórans Baz Luhrmann, hafi verið frestað tímabundið.

Alls hafa 130 manns greinst með kórónuveiru í Ástralíu.


Tengdar fréttir

Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.