Erlent

Nær öllum verslunum lokað á Ítalíu vegna veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ítölsk stjórnvöld hafa þegar gripið til harðra aðgerða vegna kórónuveirunnar.
Ítölsk stjórnvöld hafa þegar gripið til harðra aðgerða vegna kórónuveirunnar. Vísir/getty

Ákveðið hefur verið að loka öllum verslunum á Ítalíu, að undanskildum matvörubúðum og apótekum, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð hafa látist úr veirunni á Ítalíu síðustu vikur en þegar hefur verið gripið til afar harðra aðgerða vegna hennar í landinu.

Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu kynnti hertar reglur stjórnvalda í sjónvarpsávarpi í dag. Verslunum, skemmtistöðum, veitingastöðum, hárgreiðslustofum og „ónauðsynlegum deildum fyrirtækja“ verður lokað á morgun og þangað til 25. mars næstkomandi hið minnsta. Conte sagði að áhrif hinna hertu aðgerða myndu ekki koma fram fyrr en a.m.k. að tveimur viknum liðnum.

Þegar hefur skólum, líkamsræktarstöðvum og söfnum verið lokað á Ítalíu vegna veirunnar. Þá hefur samkomu- og ferðabanni verið komið á í öllu landinu til 3. apríl næstkomandi.

Yfir 12 þúsund tilfelli veirunnar hafa greinst á Ítalíu og 827 hafa látist af völdum hennar. Þá liggja nú 900 manns á gjörgæslu vegna veirunnar. 

Dönsk stjórnvöld ákváðu í kvöld að loka skólum og vinnustöðum í landinu til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Alls eru nú 514 staðfest kórónuveirusmit í Danmörku og veiran breiðist hratt út.


Tengdar fréttir

Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700

Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×