Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 23:09 Hjúkrunarfræðingar eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að tækla kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00