Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 23:09 Hjúkrunarfræðingar eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að tækla kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00