Innlent

Snör hand­tök komu í veg fyrir stór­bruna þegar kviknaði í bíl

Sylvía Hall skrifar
Slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp á verkstæði í Skeifunni.
Slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp á verkstæði í Skeifunni. Já.is

Rétt viðbrögð starfsmanna á verkstæði komu í veg fyrir mikið tjón þegar eldur kom upp í bíl á verkstæði í Skeifunni á sjötta tímanum í dag. Í ljósi aðstæðna hefði tjónið getað orðið mun meira samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

„Það kviknaði í bíl inni á verkstæði. Þeir voru nú komnir langt með að slökkva þar starfsmenn, svo komum við skömmu síðar og kláruðum verkið og reykræstum. Þetta fór betur en á horfðist.“

Því hefði getað orðið stóreldur ef hann hefði breiðst frekar út en slökkviliðið þakkar snöggum viðbrögðum starfsmanna að tjónið varð ekki meira. Þegar tilkynningin barst var þó ákveðið að senda allar stöðvar á vettvang.

„Við sendum allar stöðvar á fullu, enda þegar við heyrum eldur á verkstæði í iðnaðarhúsi í miðbænum þurfum við að bregðast við af „full force“ eins og við segjum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×