Innlent

Földu fíkni­efnin í hljóm­flutnings­tækjum og ferða­tösku

Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Mennirnir voru báðir stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli.
Mennirnir voru báðir stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Tveir karlmenn eru í gæsluvarðahaldi eftir að hafa reynt að flytja inn tæp fimm kíló af sterkum fíkniefnum til landsins í tveimur aðskildum málum. Annar hafði falið efnin í ferðatösku og hinn í hljómflutningstækjum.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú málin en þau varða innflutning á kókaíni og amfetamíni til landsins.

„Annað málið varðar íslenskan karlmann á sextugsaldri sem var handtekinn við komuna til landsins með 2,7 kíló af fíkniefnum í farangri sínum. En þann 16. febrúar stöðvuðu tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar manninn sem var að koma til landsins frá Stokkhólmi,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í tösku mannsin voru 1400 grömm af kókaíni og 1300 grömm af amfetamíni. Í byrjun mars var annað karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Keflavíkurflugvelli.

„Við komuna til landsins á París. Hann reyndist vera með falið í hljómflutningstækjum sem hann var með í farangri sínum um tvö kíló af kókaíni.“

Mennirnir eru báðir í gæsluvarðhaldi og er rannsókn málsins í fullum gangi að sögn Jóns Halldórs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×