Erlent

Weinstein dæmdur í 23 ára fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega.
Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega. Vísir/EPA

Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn, hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Hann var sakfelldur í síðasta mánuði. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni.

Sjá einnig: Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun

Weinstein var fundinn sekur um kynferðisbrot með því að hafa ráðist kynferðislega á Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum.

Lögmenn Weinstein fóru fram á að dómurinn yfir skjólstæðingi þeirra yrði mildaður vegna aldurs hans og slæmrar heilsu. Hann verðu 68 ára gamall í næstu viku. Þá var hann fluttur í dómssalinn í dag í hjólastól sökum þess að hann féll í fangelsi.

Þá fór hann nýverið í hjartaaðgerð.

Weinstein hefur ávallt neitað sök.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×