Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira