Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2020 13:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist meðvitaður um neyðarástand sem komið er upp í nokkrum sveitarfélögum sem flest stóla að mestu leyti eða öllu á ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Starfshópi hefur verið falið að kortleggja fjármál sveitarfélaganna og leggja fram hugsanleg úrræði. Starfshópurinn mun afla upplýsinga um fjármál sveitarfélaga landsins en Byggðastofnun skilaði samantekt á dögunum sem sýndi fram á að níu sveitarfélög landsins hafi fengið harðasta skellinn vegna þeirra efnahagslegu aðgerða sem þjóðir heimsins gripu til í þeim tilgangi að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Tilgangurinn er að greina stöðuna og þróun fjármála sveitarfélaganna, bæði í heild en líka einstakra sveitarfélaga, af því að við vitum að staðan er mjög ólík frá einu sveitarfélagi til annars. Tilgangurinn var að niðurstaðan lægi fyrir fjórum til fimm vikum eftir að hópurinn hóf störf,“ segir Sigurður Ingi. Fréttastofa ræddi við Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, á dögunum en hún sagði að fjögurra til fimm vikna bið eftir aðgerðum væri of mikið. „Það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og verður þannig næstu vikurnar.“ Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá Mýrdalshreppi verði á bilinu 30-40 prósent. Þá er áætlað að atvinnuleysi í Maí verði 44 prósent. Sigurður Ingi var spurður hvort hann hefði skilning á alvarleika ástandsins sem blasir við þeim sveitarfélögum þar sem atvinnulíf hverfist að miklu eða öllu leyti um ferðaþjónustu. „Við vitum það auðvitað að staðan er mjög erfið í þessum sveitarfélögum.“ Hann segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar á borð við hlutabótaleiðina hafi tekist að viðhalda betri stöðu hjá sveitarfélögum. „Sem þýðir að tekjutapið er kannski ekki komið fram að öllu en það sjá allir nú þegar vísbendingar um hvað er að gerast og eðlilega hafa sveitarstjórar áhyggjur af næstu mánuðum sérstaklega þegar líður á árið,“ segir Sigurður. En er stuðningur á leiðinni? „Já, það er alveg klárt og við vitum að þegar líður fram á árið þá munu þessi sveitarfélög ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu, launum og öðru slíku og það liggur alveg fyrir að við erum meðvituð um það,“ segir Sigurðu Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40 Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. 19. maí 2020 14:40
Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt. 18. maí 2020 08:00
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent