Kársnesskóla lokað vegna verkfalls Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:17 Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, var við þrif á matsal skólans nú í hádeginu. Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira