Myndsímtöl verða ekki leyfð á kvennadeild: „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun“ Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 11:20 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir að því miður verði ekki hægt að leyfa myndsímtöl úr sónarskoðunum. Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun. Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun.
Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55