Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 16:55 Hulda segir ekki rétt að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, en nauðsynlegt sé að takmarka umgengni eins og er. Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent