Eiríkur á Omega vill ekki tjá sig um meint peningaþvætti og skattsvik Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2020 10:52 Eiríkur auglýsir eftir nýjum stuðningsaðilum í þætti á sjónvarpsstöðinni Omega. Honum er gefið að sök í ákæru að hafa svikið undan skatti og að persónulegur ávinningur hans vegna þess séu rúmar 36 milljónir. Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Eiríkur hyggst ekki tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. En um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eiríkur er þannig að berjast á tveimur vígstöðvum en að sama skapi má búast má við því að málinu ljúki fyrr, eða sem því nemur. Persónulegar úttektir sem nema 67 milljónum Í ákærunni er Eiríki gefið það að sök að hafa talið rangt fram vegna áranna 2011 til 2016. Þá með þeim hætti að hafa sleppt því að telja fram á skattframtölum sínum annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð rúmlega 67 milljónum króna sem Eiríkur hafði afnot af og skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa ohf. hjá DNB banka í Noregi. Hins vegar úttektir Eiríks samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf. sem nema tæpum 11,5 milljónum króna. Úr ákærunni sem gefin hefur verið út á hendur Eiríki. „Með framangreindu vantaldi ákærði tekjur samtals að fjárhæð 78.593.465 krónur og komst undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 36.298.184 krónum“. Að sögn Jóns Arnars lögmanns verður málið þingfest á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvenær málið verður flutt. Global Mission Network gjaldþrota Vísir greindi frá því desember 2018 að félagið Global Mission Network ehf., sem kemur að rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hafi þá verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2017 var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Biðja Guð að senda nýja stuðningsaðila „Það hefur verið mikið óveður í kringum okkur núna undanfarnar vikur, aftur og aftur kemur óveður,“ segir Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og þáttastjórnandi á Omega í þætti hans og Eiríks á Omega fyrir tveimur vikum. Og nefnir að sjónvarpsstöðin hafi nú verið við lýði í 28 ár. Guðmundur Örn, prestur og þáttastjórnandi á Omega biður Guð að senda sjónvarpsstöðinni nýja stuðningsaðila. „Nú virðist vera vá fyrir dyrum hjá sjónvarpsstöðinni Omega. Það verður erfiðara og erfiðara. Stuðningsaðilarnir, þeim hefur fækkað,“ segir Guðmundur Örn og varar við óttanum. Sem felst í spurningunni hvort allt sé að fara í vaskinn. „Ef við fáum ekki fleiri stuðningsaðila, hvað gerist þá með sjónvarpsstöðina?“ Guðmundur Örn segir að það sé búið að sá í hjörtu mannanna og nú vanti bara regnið. „Til að vökva það sæði sem sáð hefur verið hér í 28 ár. Það er undir Guði komið. Ef það koma nýjir stuðningsaðilar sem við þurfum á að halda og við biðjum Guð að senda okkur.“ Skattar og tollar Dómsmál Fjölmiðlar Trúmál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Eiríkur hyggst ekki tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. En um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eiríkur er þannig að berjast á tveimur vígstöðvum en að sama skapi má búast má við því að málinu ljúki fyrr, eða sem því nemur. Persónulegar úttektir sem nema 67 milljónum Í ákærunni er Eiríki gefið það að sök að hafa talið rangt fram vegna áranna 2011 til 2016. Þá með þeim hætti að hafa sleppt því að telja fram á skattframtölum sínum annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð rúmlega 67 milljónum króna sem Eiríkur hafði afnot af og skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa ohf. hjá DNB banka í Noregi. Hins vegar úttektir Eiríks samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf. sem nema tæpum 11,5 milljónum króna. Úr ákærunni sem gefin hefur verið út á hendur Eiríki. „Með framangreindu vantaldi ákærði tekjur samtals að fjárhæð 78.593.465 krónur og komst undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 36.298.184 krónum“. Að sögn Jóns Arnars lögmanns verður málið þingfest á fimmtudaginn en ekki liggur fyrir hvenær málið verður flutt. Global Mission Network gjaldþrota Vísir greindi frá því desember 2018 að félagið Global Mission Network ehf., sem kemur að rekstri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega og er í eigu sjónvarpsstjórans Eiríks Sigurbjörnssonar, hafi þá verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var félagið úrskurðað gjaldþrota 14. nóvember og skiptastjóri skipaður yfir þrotabúið. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2017 var starfsemi félagsins rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Félagið skilaði 2,5 milljónum króna í hagnað í fyrra, 5,5 milljónum árið áður og nam eigið fé í fyrra tæpum tólf milljónum. Félagið hafði þá 79 milljónir í tekjur. Biðja Guð að senda nýja stuðningsaðila „Það hefur verið mikið óveður í kringum okkur núna undanfarnar vikur, aftur og aftur kemur óveður,“ segir Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og þáttastjórnandi á Omega í þætti hans og Eiríks á Omega fyrir tveimur vikum. Og nefnir að sjónvarpsstöðin hafi nú verið við lýði í 28 ár. Guðmundur Örn, prestur og þáttastjórnandi á Omega biður Guð að senda sjónvarpsstöðinni nýja stuðningsaðila. „Nú virðist vera vá fyrir dyrum hjá sjónvarpsstöðinni Omega. Það verður erfiðara og erfiðara. Stuðningsaðilarnir, þeim hefur fækkað,“ segir Guðmundur Örn og varar við óttanum. Sem felst í spurningunni hvort allt sé að fara í vaskinn. „Ef við fáum ekki fleiri stuðningsaðila, hvað gerist þá með sjónvarpsstöðina?“ Guðmundur Örn segir að það sé búið að sá í hjörtu mannanna og nú vanti bara regnið. „Til að vökva það sæði sem sáð hefur verið hér í 28 ár. Það er undir Guði komið. Ef það koma nýjir stuðningsaðilar sem við þurfum á að halda og við biðjum Guð að senda okkur.“
Skattar og tollar Dómsmál Fjölmiðlar Trúmál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira