Klopp segir ekki líklegt að Liverpool fari á markaðinn í janúar
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki líklegt að Liverpool kaupi fleiri leikmenn í janúarglugganum sem opnaði um mánaðamótin.
Liverpool hefur nú þegar fest kaup á hinum 24 ára gamla Japana, Takumi Minamino, en hann kom frá Red Bull Salzburg.
Evrópumeistararnir eru með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga tvo leiki til góða á næstu lið.
„Á hverju ári kemur þessi staða upp. Þetta er erfitt en við verðum væntanlega ekki mjög uppteknir að þessu,“ sagði Klopp.
„Við munum sjá hvað gerist en það er ekki líklegt.“
Jurgen Klopp says it is "not likely" that Liverpool will make any more additions to their title-chasing squad in the January transfer window.
— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2020
Full story https://t.co/DHzzuqXPdf#bbcfootball#lfcpic.twitter.com/cymmCPRWJH
„Við munum sjá hvað gerist en það er ekki líklegt,“ sagði Klopp aðspurður um kaup í janúar.
Nokkur meiðsli eru hjá Liverpool-liðinu. Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri, Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren eru allir á meiðslalistanum.
Þeir verða ekki með í kvöld er Liverpool mætir spútnikliðinu og nýliðunum í Sheffield United.