Erlent

Öflugasti stormurinn í áratugi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Fellibylurinn Amphan gekk á land á Indlandi og í Bangladess í dag. Bylurinn olli miklum flóðum og aurskriðum en þetta er öflugasti stormurinn sem herjar á svæðið í rúma tvo áratugi.

Meðalvindhraðinn var um 45 metrar á sekúndu þegar Amphan gekk á land. Íbúar höfðu verið í óða önn að búa sig undir storminn og hálf þriðja milljón Indverja var flutt í neyðarskýli. Allt tiltækt lið almannavarna var kallað út.

Þúsundir húsa hið minnsta hafa skemmst í óveðrinu og innviðir urðu víða fyrir miklu tjóni. Stormurinn veiktist nokkuð þegar hann gekk á land en samt sem áður er búist við að sjávarflóð gætu náð sex metra dýpi, allt að 25 kílómetra inni í landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×