Taylor Harwood-Bellis, ungur leikmaður Manchester City, er búinn að koma sér í vandræði eftir bikarleik í neðri deildarbikarnum í vikunni.
City sendir unglingalið sitt í svokallaðan EFL bikar en bikarinn er fyrir unglingalið hjá stærstu liðunum og lið í neðri deildum Englands.
U21-ára lið City mætti Scunthorpe í vikunni en City tapaði 3-1. Það voru þó ekki aðal fréttirnar í leiknum.
Taylor Harwood-Bellis hefur komist í fréttirnar eftir að framherji Kevin van Veen ásakaði hann um að hafa talað um peningastöðu sína í miðjum leiknum.
„Ég á meiri pening en þú,“ á Taylor að hafa sagt við framherjann.
if u need down to earth players en players who dont cash anyone off and giving it the big one give me a ring @mancity with all due respect. #2goalsandassist On to the next round we go
— Kevin Van Veen (@kevinvanveen) January 8, 2020
City neitar þessum ásökunum en framherjinn greindi einnig frá þessu í viðtali við BBC.
„Hann kom upp að mér og sagði að hann ætti meiri en pening en ég. Ef þú ert að spila í City er það frábært því það er eitt besta félag í heimi.“
„En ég sagði bara við hann að ef ég gæti skorað tvö mörk gegn honum, hvað heldurðu að Harry Kane geri þér?“
Scunthorpe leikur í ensku D-deildinni.
Manchester City teenager Taylor Harwood-Bellis accused of claiming 'I've got more money than you' to Scunthorpe United opponent during angry exchange in EFL Trophy clash#MCFChttps://t.co/PVoGRqZRTy
— MailOnline Sport (@MailSport) January 10, 2020