Man. United sagt ætla kaupa tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fyrir 160 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 12:30 James Maddison og Jack Grealish gætu orðið liðsfélagar hjá Manchester United á næsta tímabili. Getty/Chris Brunskill Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira