Erlent

Tveimur milljónum manna gert að yfir­gefa heimili sín vegna felli­bylsins Amp­han

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn er talinn vera sá öflugasti sem myndast hefur í Indlandshafi í nokkur ár.
Fellibylurinn er talinn vera sá öflugasti sem myndast hefur í Indlandshafi í nokkur ár. Getty

Indverjar og Bangladessar búa sig nú undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú land óðfluga. Tveimur milljónum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna bylsins.

Vindstyrkurinn mælist nú rúmlega 60 metrar á sekúndu, en reiknað er með að eitthvað muni draga úr krafti bylsins áður en hann gengur á land í norðausturhluta Indlands og Bangladess. Þó er búist við að Amphan muni valda mikilli eyðileggingu og að setja líf fólks í hættu þar sem vatnsyfirborð verður mun hærra en vanalega.

Fellibylurinn flokkast nú sem fjórða stigs á skala upp í fimm, en í frétt BBC segir að búist sé við að hann verði þriðja stigs, eða jafnvel annars stigs, þegar hann gengur á land á morgun.

Fellibylurinn er talinn vera sá öflugasti sem myndast hefur í Indlandshafi í nokkur ár.

Yfirvöld í Indlandi og Bangladess óttast líka þau áhrif sem það kann að hafa að koma upp fjölmennum neyðarbúðum nú á tímum faraldurs heimfaraldurs, þar sem reikna má með miklum þrengslum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×